Hvað er ,,Hyber mobil“?

Spurning:
Hef reynt að finna eitthvað um það sem kallast á dönsku, að vera hyber mobil. Er eitthvað um það innan doktor.is? Hér í Danmörku fellur það undir gigtarfélagið en ég finn hvergi neitt um þetta. Vonast til að þið geti hjálpað mér. k.k.

Svar:

Sæl!
 
Á heimsíðu Danska gigtarfélagins, www.gigtforeningen.dk er að finna upplýsingar um hypermobilitet. Ef þú ferð inn á heimasíðuna þeirra, þá finnur þú upplýsingar um hypermobilitet undir hlekknum „Viden om gigt“ sem er næst efst til vinstri á síðunni. Sömuleiðis getur þú farið inn á hlekkinn „Butik“ sem er efst til hægri á síðunni og þar stendur „Bestil faktahefter og böger“. Undir faktahefter er hægt að kaupa bækling um hypermobilitiet. Hann kostar 40 danskar krónur fyrir þá sem eru ekki félagar í Danska gigtarfélaginu og 20 danskar krónur fyrir þá sem eru félagar og á að vera hægt að kaupa bæklinginn í gegnum heimasíðuna. 
 
Vona að þessar upplýsingar nægi þér og gangi þér vel.
 
Með bestu kveðju
Starfsfólk Gigtarlínu Gigtarfélags Íslands