Hvað er IGF-1?

Spurning:

Hvað er IGF-1?

Er óhætt að taka þetta lyf?

Kveðja.

Svar:

IGF er skammstöfun á Insulin-like Growth Factor en þetta er hópur fjölpeptíð hormóna sem eru skyld insúlíni. Þessi efni eru búin til í lifrinni, nýrunum, vöðvum og öðrum vefjum.

Talið er að IGF-1 beri ábyrgð á mörgum anaból (uppbyggjandi) áhrifum vaxtarhormóns en einnig veldur IGF-1 lækkun blóðsykurs líkt og insúlín. Það er í lagi að taka þetta lyf ef það er gert samkvæmt læknisráði og undir eftirliti læknis. Þetta lyf hefur mikil og flókin áhrif á efnaskipti- og uppbyggingu líkamans svo ekki er ráðlegt að taka lyfið í öðrum en læknisfræðilegum tilgangi.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur