Hvað er líkt með þessum tveim lyfjum?

Spurning:
Karl Kæri doctor =). Mig langar að vita hvað (þitt mat/þín vitneskja) er á því hvað líkt sé með tveim lyfjum, þau eru : Ropan og Paxal. Ég er búinn að lesa um bæði lyfin og þekki þau nokk vel.. enn það er ekki getið til hvors annars í tengdum lyfjum, þó þau geri svo svipaða hluti .. þá fær það mann til að undra hví ekki? Persónulega þekki ég til beggja lyfja og hef notað Ropan í mörg ár án vandræða. ( mánaðarskamtur dugar gjarnan í 3-4 mánuði ) Með kveðju, Steinarr

Svar:
Lyfin Rópan (flúnítrazepam) og Paxal (alprazólam) eru bæði úr lyfjaflokki sem kallaður er benzódíazepínafleiður. Þau eru því skyld efnafræðilega og einnig er verkunin svipuð. Verkunin er þó ekki alveg sú sama. Alprazólam er markaðsett sem kvíðastillandi lyf, þar sem hægt er að ná kvíðastillandi verkun með skömmtum sem ekki eru mjög róandi. Flúnítrazepam er aftur á móti markaðsett sem svefnlyf þar sem það frásogast hratt og gefur þannig skjóta verkun sem stendur ekki mjög lengi yfir.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur