Hvað er nitrazepam?

Spurning:

Getur þú sagt mér í stuttu máli hvað nitrazepam er?

Svar:

Nítrazepam er skráð á Íslandi undir sérlyfjaheitunum Dumolid og Mogadon. Í of stórum skömmtum getur efnið valdið meðvitundarleysi og öndunarstoppi. Lyfið er kvíðastillandi, hefur svæfandi og vöðvaslakandi verkun.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur