Hvað er sæði lengi nothæft?

Spurning:

Sæll hr. ritstjóri. Ég veit að þú getur kannski ekki svarað þessu en þar sem ég sá engan stað til að klikka á í kynlíf og samlíf þar sem hægt væri að senda inn fyrirspurnir, vil ég þess vegna með þessu bréfi biðja þig um að senda þetta áfram til Sigtryggs Jónssonar. En þannig er mál með vexti að ég er að gera verkefni um sæði og sáðlát, og til þess þarf ég eignilega aðstoð

Spurningar:
1. Hvað er sæði lengi nothæft? Það sem ég meina að hvað lifir það lengi eftir sáðlát ef það frjóvgar ekki egg.
2. Er hægt að verða ólétt án þess að limurinn fari inn í leggöngin? Sko ef maðurinn fær sáðlát framan á píkuna. Skríður sæðið nokkuð inn?

Með von um að þessu verði svarað.

Svar:

1. Sæði getur lifað í allt að 7 daga í leggöngunum á konum, ef það er hins vegar ekki í heitu og næringarríku umhverfi eins og til dæmis á laki þá deyr það á innan við 4 tímum.
2. Já, ef það fer sæði eða jafnvel slím sem kemur úr tippinu fyrir sáðlát á innri skapabarma þá getur það valdið þungun. Þess vegna er sú aðferð að taka tippið út fyrir sáðlát ekki mjög góð getnaðarvörn og það skiptir engu máli hvort konan fær fullnægingu, hvort hún situr, stendur eða liggur eða hvort þetta sé fyrsta skiptið. 
Lendið þið í því að vera í vafa með það hvort þungun hafi orðið, eftir að smokkur hafi rifnað eða engin getnaðarvörn verið notuð, þá skaltu leita til læknis eða í apótek. Þar getur hún fengið Neyðargetnaðarvörnina, en best er að leita eftir henni sem fyrst og ekki seinna en eftir 72 klst. frá samförunum.

Gangi þér vel