Hvað er Torticollis?

Spurning:
Góðan dag Mig langar að vita um torticollis. Ég á dóttur sem er að verða 4 ára og er með torticollis. Við höfum verið að leita hjónin að upplýsingum, en það er allt á ensku. Vona að þú getir svarað okkur, en hún er búin að fara í 2 aðgerðir og getur þú sagt okkur hvort það séu margir með þetta því það er ekki til neitt félag um þetta og okkur vantar upplýsingar.
Svar:
Blessuð. Torticollis er samheiti yfir nokkra sjúkdóma sem veldur því að höfuðið hallar undir flatt. Mjög fá börn með torticollis þurfa að fara í aðgerð en ástæður fyrir aðgerð geta verið nokkrar, allt eftir því hver undirliggjandi sjúkdómur er. Þess vegna er ekki hægt að svara spurningunni í smáatriðum en ég mæli með að upplýsingar verði fengnar um undirliggjandi sjúkdóminn. Í þessu tilviki hjá lækni barnsins sem framkvæmdi aðgerðina. Kveðja Þórólfur Guðnason