Hvað er verkjalyfjaplástur?

Spurningin:

Hvað er verkjalyfjaplástur?

Svar:

Lyf er til á ýmsum lyfjaformum.

 

Formið getur til dæmis verið tafla, stíll, mixtúra eða plástur. Samheiti allra þessara mismunandi forma er lyfjaform.
Mismunandi lyfjaform hafa verið þróuð með það að markmiði að finna bæði örugga og þægilega aðferð til að gefa lyf við ýmsum sjúkdómum. Mikilvægt er að lyfjaformið auðveldi sjúklingum að nota lyf og að nota þau á réttan hátt.

 

Forðaplástur er plástur sem inniheldur lyfjaefni sem losnar hægt úr plástrinum og berst gegnum húðina í blóðrás. Forðaplástur á að setja á hreina, þurra og hárlausa húð. Algengasta dæmi um forðaplástra eru hormónaplástrar, nikótínplástrar og verkjalyfjaplástrar.

 

 

Með kveðju,

 

Unnur Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ritsjóri Doktor.is