Hvað eru andoxunarefni?

Spurning:
a)Hvað, nákvæmlega, eru ANDOXUNAREFNI, og hvaða gagn gera þau? Hvaða ógagn? b) Hvað er POLYPHENOL? Með fyrirfram þökkum.

Svar:
Andoxunarefni er fjölskrúðugur flokkur efna sem ætlað er að koma í veg fyrir oxun efna í líkamanum. Oxun með myndun svokallaðra frírra radíakala er af mörgm talin meðal orsaka ýmissa alvarlega sjúkdóma, eins og sumra krabbameina og æðakölkunar. Erfitt er að svara spurningunni um gagn eða ógagn þar sem mjög skiptar skoðanir eru um það og rannsóknaniðurstöður eru oft misvísandi. Polyphenol oxidasi er ensím sem inniheldur m.a. kopar. Það er til staðar í ýmsum ávöxtum og jurtum. Þetta ensím veldur t.d. því að margir ávextir dökkna þegar súrefni kemst af þeim. Ensímið er talið hafa andoxunarverkun, en ekki veit ég hvort það er almennt viðurkennt.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur