Spurning:
Góðan daginn.
Jæja Ég er með spurningu varðandi lyf sem kallast: creatine og gabapentin, getur þú frætt mig á ísl. hvað lyfið er og hvaða gagn það gerir.
Með fyrirfram þökk.
Kveðja
Svar:
Kreatín fosfat er efni sem finnst í líkamanaum, aðallega í beinagrindarvöðvum. Efnið finnst einnig í beinagrindarvöðvum annarra hryggdýra. Kreatín fosfat hefur verið reynt í meðferð ýmissa hjartakvilla. Kreatín mónóhydrat hefur verið reynt í meðferð við efnaskipta truflunum og einnig er það notað mikið sem fæðubótarefni. Líkamsræktarfólk tekur oft kreatín og á það að auka afköst og vöðvauppbygginu en skiptar skoðanir eru um gagnsemi þess.
Gabapentín er amínósýra sem líkist GABA (gamma-amínósmjörsýra) og er notuð við flogaveiki. Verkunarháttur þess er óþekktur. Hér á landi er skráð
sérlyfið Neurontin sem inniheldur gabapentin. Þetta lyf fæst aðeins gegn lyfseðli.
Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur