Hvað kallast það þegar maður brotnar saman?

Spurning:

Sæl.

Mig langar að spyrja um hvað það kallast þegar maður brotnar saman, í mínu tifelli stjórnlaus grátur, vein og ásakanir um ofbeldi sem ekki áttu við rök að styðjast. Ég er búin að blanda allri fjölskyldunni í málið en engum hugkvæmdist að kalla til lækni. Er enn að ná mér eftir þetta áfall, er dofin og sljó þótt nokkrir dagar séu liðnir og vantar að vita hvert ég á að leita.

Er á cipramil en aldrei lent í þessum aðstæðum fyrr. Á ég að gera eitthvað eða reyna að minnka álagið sem er mikið og reyna að leysa þetta sjálf??

Með von um skjótt svar. Takk fyrir góðan vef

Svar:

Komdu sæl.

Það er erfitt að meta svona á grunni lítilla upplýsinga. Ég held að það væri ráðlegt fyrir þig að leita á göngudeild Landspítala, geðdeildinni við Hringbraut. Það er best að fara milli 9.30 og 12.00 þá er biðin of minnst en það er opið frá 8.00-23.00. Þá færðu viðtal við geðhjúkrunarfræðing eða geðlækni sem hjálpar þér að meta stöðuna og hvað beri að gera.

Með kveðju,
Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi Geðhjálp