Spurning:
Hvað verður um sjúkraskrána mína t.d. ef heimilislæknirinn minn fellur frá?
Með kveðju,
Svar:
Í Lögun um réttindi sjúklinga (1997 nr. 74 28. maí) stendur m.a. í 14. grein:
“Sjúkraskrá skal varðveita á heilbrigðisstofnun þar sem hún er færð eða hjá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni sem hana færir á eigin starfsstofu.”
Í reglugerð um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál nr. 227 frá 1991 stendur í 1. grein:
“Sjúkraskrá er eign heilbrigðisstofnunar þar sem hún er færð eða læknis sem hana færir”. Í 12. grein sömu reglugerðar stendur:
“Ef sjúkrastofnun eða heilsugæslustöð hættir starfsemi skulu sjúkraskrár og sjúkragögn afhent Þjóðskjalasafni Íslands.
Ef einkastofa læknis hættir starfsemi skulu sjúkraskrár og sjúkragögn afhent landlækni sem ráðstafar þeim í samráði við þjóðskjalavörð.”
Með kveðju,
Nanna Sigurdórsdóttir,
ritstjóri Doktor.is