Hvaða mat og lykt skal varast á meðgöngu?

Spurning:
Halló.
Mig langar svo að vita hvaða mat og lykt ætti að varast á meðgöngu, ég var föst uppi á fjöllum í bíl í 48 tíma, komin 7 vikur á leið og dísel-lyktin var að gera mig vitlausa.

Kveðja xxx

Svar:
Sá matur sem helst á að varast er ómeðhöndlað kjöt og fiskur, matur sem er mögulegt að sé skemmdur, mjúkir ostar og óþvegið grænmeti og ávextir. Einnig ætti kona ekki að taka nein fæðubótaefni á meðgöngu önnur en þau sem ljósmóðir eða læknir ráðleggur henni. Lykt er í sjálfri sér ekkert skaðleg en getur valdið klígju og ógleði. Hins vegar eru efnin sem skapa lyktina mögulega skaðleg, þ.m.t. olíubruni og lífræn leysiefni allskonar.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir