Hvaða sérfæðingar annast þrönga forhúð?

Spurning:

Sæll.

Ég er með smá vandamál, þannig er að ég er með of þrönga
forhúð. Ég er búinn að lesa allt um það á vefnum hjá ykkur, en þið segið mér að tala við lækni, hvaða lækni á ég að tala við? Á ég bara að fara á næstu heilsugæslu og láta bæjarlækninn gera þetta, eða á ég að tala við sérfræðing? Hvaða þá?

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Þeir sem hafa með þetta að gera eru þvagfæraskurðlæknar. Þú finnur þá í
Gulusíðunum í símaskránni. Ef þú ert á svæði þar sem ekki er gott aðgegni
að svona lækni þá skaltu tala við heilsugæsluna, þú getur líka spurt þar
hvort það komi þvægfæraskurðlæknir reglulega þangað.

Kveðja,
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón þorkell Einarsson, læknanemi