Hve mikið má léttast á viku?

Það kom fyrir nýlega að ég vigtaði mig á mánudegi og þá var ég x mörg kíló, og svo á föstudeginum í sömu viku ákvað ég að vigta mig aftur og tók þá eftir að ég hefði lést um 6kg. Ég lét kærasta minn fara á hana til þess að athuga hvort hún væri nokkuð biluð og hann var á sama rófi og alltaf, er eðlilegt að léttast svona mikið á svona stuttum tíma?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta er vissulega mjög mikið þyngartap á einni viku. Nú veit ég ekki hvort þú sért að gera miklar breytingar á mataræðinu og hreyfingu, þú nefnir það ekki,  en samt sem áður er þetta mikið.

Heilbrigðast er að léttast um 0,5 – 1 kg á viku þegar lífstílsbreytingar eru gerðar.

Óeðlilegt þyngdartap getur líka bent til veikinda, og nú veit ég heldur ekkert um þitt heilsufar.

Ef þú ert ekkert að gera til að léttast og léttist um 6 kg á einni viku – ættirðu að leita læknis til að finna orsakir.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur