Spurning:
Hvenær á tíðarhringnum er best að setja hormónalykkjuna í og hverjar eru helstu aukaverkanir ? Hætta blæðingar í flestum tilfellum alveg ? Er þessi lykkja notuð til að stöðva eða minnka blæðingar hjá konum sem er búið að taka úr sambandi? kær kveðja
Svar:
Uppsetning er best við eða strax eftir tíðir því þá ertu örugglega ekki þunguð. Hún er örugg frá fyrsta degi sem vörn en gagnast einnig komum með miklar tíðir til að draga úr eða stöðva þær, en gefur milliblæðingar í 2 til 4 mánuði eftir uppsetningu, og endist síðan í 5 ár. aukaverkanir eru höfuðverkur, þunglyndi, bólur, brjóstaspenna en það eru innan við 4% sem fá eitthvert þessara óþæginda, 96% hafa engar aukaverkanir.
Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr med.