Hvenær er best að taka Celebra?

Spurning:
Varðandi lyf vantar smá upplýsingar. Þannig er að ég er þunglynd og á þannig lyfjum svo er ég líka á kvíðastillandi lyfjum. Nú ég hef verið mjög slæm af vöðvabólgu og fór um daginn til Gigtarlæknis og þar varð niðurstaðan sú að ég er með Vefjagift og Slitgigt bætt var við mig lyfjum og ég veit ekki alveg hvenær ég má taka þau. Lyfin sem ég er á heita Fontex og Paxal 0,5mg svo hef ég þurft að nota verkjalyf og það er Parkodín Forte vegna þess að ég er líka mjög slæm í baki búið að skera mig einu sinni með 2 stór brjósklos. En nýju lyfin heita Celebra 200mg hvenær er best fyrir mig að taka þessi nýju lyf ? með fyrirfram þökk

Svar:
Ekki skiptir máli hvort Celebra er tekið með eða án matar. Ef þú ert að taka eitt hylki einu sinni á dag mæli ég með að það sé gert á morgnana, þar sem virknin er mest 2-3 tímum eftir inntöku. Ef þú tekur lyfið hins vegar tvisvar á dag þá væri það kvölds og morgna með u.þ.b. 12 tíma milli kvölds og morgunskammts.

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur