Hvenær er hægt að hætta við fóstureyðingu?

Spurning:
geturu svalað forvitni minni? mig langar svo til að vita eitt um fóstureyðingu, getur maður hætt við að eyða fóstrinu þegar það er búið að deyfa leggöngin með stílum?? er einhver hætta á að barnið verði vanskapað? og ef svo er hve mikil prósenta er það? mig langar svo að vita þetta.

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi, Það er alltaf hægt að hætta við fóstureyðingu, hvenær sem er fram að því að aðgerð er hafin, jafnvel þó undirbúningur fyrir svæfingu og eða deyfingu sé í gangi.

bestu kveðjur Arnar Hauksson dr med