Hvenær má byrja kynlíf eftir fóstureyðingu?

Spurning:
Hvenær má maður byrja að stunda kynlíf aftur og fara í bað eftir að hafa farið í fóstureyðingu?

Svar:

Þetta fer svolítið eftir löndum og aðstæðum og sumir staðir miða tímamörkin við að konan sé komin með örugga getnaðarvörn. Þeir sem eru strangastir segja ekki fyrr en 3 vikum eftir aðgerð. Þeir sem eru frjálslegastir segja strax og öll blæðing/hreinsun sé afstaðin. Hálfur mánuður ætti að duga hafi allt gengið vel. En það er mikilvægt að sjúkrahúsið þar sem aðgerð er gerð á að upplýsa þig vel um allt þetta og ef svo er ekki áttu rétt á að hringja þangað og spyrja, því þeir vita hvort eitthvað hafi verið öðruvísi í þínu tilfelli. Einnig eiga þeir að útvega þér getnaðarvörn viljir þú slíkt. En hafi ekkert verið sagt við þig bendir það til þess að aðgerðin hafi gengið vel.

Gangi þér vel.
Arnar Hauksson dr med.