Hvenær varð getnaður?

Spurning:
Halló, nú er ég ófrísk og er komin 9 vikur á leið. Ég veit svona ca. hvenær það varð getnaður og það varð á 13. eða 14. degi síðustu blæðinga. En er möguleiki á að ég hafi orðið ólétt 13. október? Fyrsti dagur blæðinga var 7. október.

Svar:
Miðað við að fyrsti dagur blæðinga hafi verið 7. er líklegast að getnaður hafi orðið í kring um 21. Það er vitaskuld mögulegt ef tíðahringur er mjög stuttur að getnaður hafi orðið þann 13. en þá eru einungis 6 dagar frá fyrsta degi blæðinga og því fremur hæpið að það sé sá dagur sem getnaður hefur átt sér stað og mun líklegra að það hafi verið viku seinna.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir