Spurning:
Mér langar til að vita hvenær unglingar verða oftast kynþroska hvað skeður fyrst og hvað skeður síðast þegar maður er að þroskast. Og hvað það tekur langan tíma. Sjálfur er ég 15 ára unglingur og byrjaði að fá hár á punginn 13 ára en síðan hefur ekkert gerst nema ég hef fengið hár undir hendurnar,ég hef aldrei fengið sáðlát og mig langar að vita hvort að það sé eðlilegt.
Svar:
Það er mjög misjafn á hvaða aldri kynþroski hefst. Hjá strákum þá er fyrsta merki þess að kynþroski er hafinn að eistun byrja að stækka. Þetta gerist frá 10 ára aldri og er eðlilegt þó að þetta sé ekki byrjað fyrr en maður er 15 ára. Svo koma hár á kynfæri og tippið byrjar að stækka. Eins byrjar að togna úr manni sjálfum. Fyrsta sáðlátið kemur oftast á fyrsta árinu eftir að eistun byrja að vaxa. Þetta er þó mjög breytilegt og 90% stráka hafa fyrsta sáðlát á aldrinum 11-15 ára. Það að þú ert kominn með hár á punginn og undir hendurnar er merki um að þú ert í kynþroska. Það þarf ekki að vera neitt áhyggjuefni að hafa ekki haft sáðlát ennþá. Ef þér finnst hins vegar sem „ekkert hafi gerst“ í langan tíma þá skaltu hitta heimilislækninn þinn og ræða við hann málið. Hann vill kannski fá að þreyfa á þér eistun til að vera viss um að allt sé í lagi þar.
Gangi þér vel.