Spurning:
Hver er kaloríuþörf barna frá 0-1 árs?
Svar:
Orkuþörf ungbarna miðast við þyngd þeirra á hverju aldursskeiði. Eftirfarandi viðmiðunargildi eru fengin úr norrænu ráðleggingunum um næringarefnin. Athugið að þyngd barna er mjög mismunandi og orkuþörf þeirra einnig, þannig að eftirfarandi gildi ætti aðeins að nota sem viðmið.
Aldur Þyngd kg Meðalþörf (dreifing) kkal* 1 mán 4,4 500 (360-650) 3 mán 6,2 620 (480-770) 1/2-1 árs 9,0 860 (600-1150)
* kkal = hitaeining
Kveðja,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
matvæla- og næringafræðingur