Hver er reynslan af Exan?

Spurning:
Mig langar að spyrja um reynslu manna af Exan sem kvíðalyfi. Er notkun þess algeng og virkni góð?

Svar:
Ég treysti mér ekki til að svara neinu um reynslu manna af þessu lyfi eða hvort virkni þess sé góð. Virka efnið í Exan heitir búspírón. Fyrir utan Exan er einnig lyfið Buspirone OF með þessu virka efni. Notkun þessara lyfja getur ekki talist mikil. Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur