Hver eru einkennin ef Klamydía berst í augu?

Spurning:

Sæll.

Hver eru einkennin ef Klamydía berst í augu?

Svar:

Ef Klamydía berst í augu veldur hún hvarmabólgu. Slímhúðin í auganu (t.d. innan á neðra augnloki) verður rauð og þrútin, með eymslum. Eins getur getur komið einhver gröftur.

Þetta er þó sjaldgæft hjá fullorðnum og berst sennilega ekki með fingrum eða slíkum hætti í augun. Nokkur hætta er þó á að nýburar smitist frá mæðrum við fæðingu og fái hvarmabólgu.

Kveðja,
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón þorkell Einarsson, læknanemi