Hverjir eiga rétt á lyfjakortum?

Spurning:

Hverjir eiga rétt á lyfjakortum? Eiga astmasjúklingar rétt á þeim?

Svar:

Lyfjakort (lyfjaskírteini) eru kort sem Tryggingastofnun ríkisins (TR) gefur út í undantekningartilfellum. Lyfjakortin hækka greiðslumerkingu lyfja um einn flokk. Í dag eru fjórar greiðslumerkingar á lyfjum í gangi:

Merki: Skýring: Dæmi: * TR greiðir lyfið að fullu Sykursýkilyf B Sjúklingur greiðir fyrstu 1.550 kr., 65% af verði umfram 1.550 kr., að hámarki 3.100 kr. Astmalyf E Sjúklingur greiðir fyrstu 1.550 kr., 80% af verði umfram 1.550 kr., að hámarki 4.500 kr. Lyf við sársjúkdómi 0 Sjúklingur greiðir lyfið að fullu Sýklalyf

(ATH! Greiðslumörk ellilífeyris- og örorkuþega eru lægri en hér að ofan)

Sjúklingur sem fær lyfjakort fyrir sýklalyf fær því hluta af verði lyfsins niðurgreitt eða eins og það væri E-merkt í stað þess að greiða það að fullu eins og venjan er.

Það sem ræður því hvort einstaklingur fær lyfjakort er eingöngu heilsufarsástand viðkomandi en veiting lyfjakorta er algjörlega óháð tekjum einstaklingsins. Þegar sótt er um lyfjakort er ferlið þannig að læknir sækir um kortið fyrir skjólstæðing sinn til TR. Tryggingalæknir stofnunarinnar metur umsóknina og leggur mat á heilsufarsástand viðkomandi þ.e.a.s. á hversu alvarlegu stigi sjúkdómurinn er og hvort sjúklingurinn þurfi á fleiri lyfjum að halda.

Astmasjúklingar, eins og aðrir, eiga rétt á því að fá lyfjakort, ef sjúkdómsástand þeirra kallar á slíkt. Þess ber þó að geta að lyfjakortin eru eingöngu gefin út í undantekningartilfellum. Ef astmasjúklingur fær lyfjakort þá greiðir TR astmalyfin að fullu.

Kveðja,
Torfi Rafn Halldórsson, lyfjafræðingur