Hvernig á ég að léttast?

Spurning:
Ég er 26 ára kona og er 74,5 kíló. BMI-vægið mitt er 28. Ég vil léttast og styrkjast en mig langar að vita hvort ég eigi að leggja meiri áherslu á lyftingar eða brennslu? Getur þú bent mér á gott prógram til að fylgja. Hvað með próteindrykki og brennslutöflur? Er það peningaeyðsla eða virkar það upp að vissu marki?
ps. Hvað eru raunhæf markmið, ég meina hvað ætti ég að vera lengi að komast niður í 20% fitu?
Með fyrirfram þökk

Svar:
Sæl.

Til að léttast og styrkjast er nauðsynlegt að lyfta og stunda þolþjálfun. T.d. getur þú æft þolþjálfun 5x i viku í 30 mín í senn og lyft 3x í viku. Mataræðið skipar svo stóran þátt ef þú vilt ná góðum árangri og í þeim efnum er mikilvægast að fækka hitaeiningum með því að sneiða hjá fitu og sykurríku fæði. Leggja áherslu á fisk, kjúkling, grænmeti og ávexti. Ég mæli ekki með próteindrykkjum. Mér finnst meira vit í að borða hollan mat og fá dagsskammtinn af próteinum með góðum mat. En e.t.v. er stöku sinnum gott að grípa í próteindrykki þegar þannig stendur á. En ekki sem dagleg lausn í stað fæðu, það er leiðigjarnt til lengdar. Betra er að venja sig á skynsamlegt fæðuval og reglulega þjálfun og geta notið þess að borða góðan og heilnæman mat af ýmsum sortum. Brennslutöflur eru peningasóun. Ef þær virkuðu væri þá ekki offituvandinn úr sögunni?

Gangi þér vel..bestu kveðjur, Ágústa.