Hvernig er FEELFINE drykkurinn?

Spurning:
Góðan daginn Ég stunda töluvert íþróttir og nám og drekk þess vegna nokkurt magn af orkudrykkjum (2 dósir á dag) kaffidrykkju hef ég ávallt forðast þar sem mér finnst það nú ekkert gott né hollt og í þessum drykkjum er vanalega nokkurt magn af koffíni. Svo prófaði ég þennan drykk FEELFINE (feelfine.is) og langar mig að fá álit ykkar á honum hvort þessi drykkur sé ekki þá hollari fyrir mig. Kveðja

Svar:

Komdu sæl.

FEELFINE er dísætur drykkur og er hitaeiningafjöldi í 2,5 dl um 200 en til viðmiðunar má geta þess að 2,5 dl af hefðbundnu gosi og ávaxtasöfum gefa um 115 hitaeiningar. Eins og fram kemur í innihaldslýsingu er einnig að finna í drykknum prótein og fitu (1 g í 1 dl) sem og umtalsvert af vissum næringarefnum, eins og C- og E-vítamínum. Engin örvandi efni er að finna í drykknum, svo sem koffín og koffínlík efni, og er það vel. Til að svara spurningu þinni hvort þessi drykkur sé hollari en koffínorkudrykkirnir þá tel ég svo vera og drykkir sem þessir geta komið íþróttamönnum til góða þegar kolvetnishleðsla er stunduð (í formi glýkógens í vöðva) eftir stranga þjálfun. Þá er heppilegt að neyta drykkjarfangsins sem fyrst eftir að þjálfun lýkur til að flýta fyrir upptöku sykursins í vöðva. Varðandi fullyrðingu sem lesa má um á heimasíðunni varðandi það að drykkurinn sé ,,virkur gegn timburmönnum” þá hef ég ekkert í höndum sem styður þá fullyrðingu!

Með kveðju, Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur