Hvernig er grunnorkuþörf reiknuð út?

Spurning:

Halló!

Mig langar að vita hvernig maður reiknar grunnorkuþörf, en það eru bara engar upplýsingar um það á netinu. Gætir þú nokkuð sagt mér hvernig það er gert?

Virðingarfyllst.

Svar:

Grunnorkuþörf einstaklinga er mjög mismunandi, fer t.d. eftir hæð, þyngd,aldri, líkamsbyggingu, streitu, reykingum o.s.frv. Það eru þó til jöfnur semhægt er að nota til að meta grunnorkuþörf einstaklinga og byggjast þær á rannsóknum á grunnefnaskiptum fjölda einstaklinga. Grunnefnaskipti (Basalmetabolic rate) eru orkuefnaskipti við staðlaðar aðstæður, eftir 12-18 tímaföstu, vakandi, í líkamlegri og andlegri hvíld við þægilegan herbergishita.

Til að reikna út heildarorkunotkun yfir daginn er hægt að notast við svokallaðan líkamshreyfingarstuðul sem er margfaldaður með grunnefnaskiptum til að fá út heildarorkunotkun.

Hér fyrir neðan eru jöfnur til að reikna út grunnefnaskipti og líkamshreyfingarstuðlar við ýmsar aðstæður.

Grunnefnaskipti (MJ/24 klst*) byggt á þyngd (byggir á gildum úr skýrsluWHO/FAO/UNU)

* 1 kkal = 4,2 kJ þ.a. 6 MJ = 6000 kJ/4,2 = 1428 kkal (hitaeining)

Karlar 19-30 ára 0,064 x þyngd** + 2,84 31-60 ára 0,0485 x þyngd + 3,67 61-75 ára 0,0499 x þyngd + 2,93 >75 ára 0,035 x þyngd + 3,43

Konur 19-30 ára 0,0615 x þyngd + 2,08 30-60 ára 0,0364 x þyngd + 3,47 61-75 ára 0,0386 x þyngd + 2,88 > 75 ára 0,0410 x þyngd + 2,61
** ATH að við útreikninga skal ávalt miða við kjörþyngd.

Líkamshreyfingarstuðlar

Rúmliggjandi eða í hjólastól 1,2

Kyrrsetustörf þar sem fá tækifæri gefast til hreyfingar og engin eða lítilhreyfing í frítíma 1,4-1,5

Kyrrsetustörf þar sem ákveðinnar hreyfingar er þörf en engin eða lítilhreyfing í frítíma 1,6-1,7

Vinna þar sem mest þarf að standa (t.d. heimilsstörf, búðarvinna) 1,8-1,9

Íþróttir mikið stundaðar eða annars konar hreyfing í frítíma (30-60 mín. 4-5sinnum í viku) + 0,3 (bætt við annan stuðul) Erfiðisvinna eða mjög mikil hreyfing í frítíma 2,0-2,4

Kveðja,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
matvæla- og næringafræðingur