Hvernig er hægt að fjarlægja hár á fótum og lærum?

Spurning:

Sæl.

Hvernig er hægt að fjarlægja hár á fótum og lærum? Ég við þannig að þau komi ekki strax aftur og maður þurfi sífellt að vera að fjarlægja hárin. Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig.

Með fyrirfram þökkum.

Einn í vanda.

Svar:

Sæll.

Þakka þér fyrirspurnina.

Eyðing á óæskilegum hárvexti með ljós-geisla tækni er varanleg en það gerist ekki bara með einnri meðferð. Það þarf að endurtaka hverja yfirferð að meðaltali átta sinnum á búk og um tíu sinnum í andliti til að fá um 80-90% eyðingu og er hver meðferð gerð með minnst um 4-6 vikna millibili í andliti eða um 6-8 vikna millibili á búk. Engin svæði eru erfiðari en önnur. Þetta ræðst aðallega af háralitnum. Eftir því sem hárin eru dekkri þá eru þau full af litarefni og hreinlega gleypa ljósgeislann í sig á meðan ljós hár vantar þetta litarefni og eru því mun lengur að svara meðferð og því er engu hægt að lofa um árangur á ljósum hárum. Rauð hár geta líka verið erfið viðureignar. Þó hefur það sýnt sig að þetta er mjög einstaklingsbundið.

Húðprufa er gerð að minnsta kosti deginum áður en meðferð hefst. Verið er þá að kanna hvernig húðin bregst við hitanum sem notaður er í meðferðinni. Allt getur litið vel út á meðan þú ert hjá okkur en hitinn getur haldið áfram að malla í húðinni næstu 2-4 klst. og bruni getur myndast – blöðrur – ef hann hefur verið of mikill. Því er ekki byrjað að meðhöndla sjúkling fyrr en maður sér að enginn bruni hafi myndast ella verður að velja minni hita-styrkleika.

Vil ég benda á pistil minn á Doktor.is

Bestu Kveðjur,
Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu.