Hvernig getur barn fæðst með streptókokka?

Spurning:
Langaði að spyrja hvort streptokokkar séu meðfæddir, eða hvort barn ,,smitist" af þeim á meðgöngu gegnum blóð móður?
Er þetta eitthvað sem allir eru með eða er þetta áunnið með aldrinum?
Með þökk fyrir góð svör, kv

Svar:
Ef barn fæðist með streptokokka hefur það smitast í fæðingarvegi móður. Þeir smitast ekki með blóði yfir fylgju. Það er misjafnt hvort fólk ber í sér þessa bakteríu eða ekki. Til eru margar hjúpgerðir af streptokokkum og sumar valda m.a. hálsbólgu og skarlatssótt. Ein hjúpgerðin getur leynst í leggöngum kvenna án þess að einkenna verði vart og þá smitast barnið í fæðingu.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir