Hvernig lýsir blóðtappi sér í vinstri efri handlegg upp við öxl.k

Hvernig lýsir blóðtappi sér í vinstri efri handlegg upp við öxl?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Blóðtappi sem myndast í útlim getur komið fram í bæði bláæðum eða slagæðum. Einkenni blóðtappa í bláæðum líkjast oft einkennum húðsýkingar, þ.e.a.s. bólga, hiti, roði og sársauki. Einkenni blóðtappa í slagæðum eru hins vegar minnkuð tilfinning og hreyfigeta í útlim, hann verður hvítur og aumur og þessu fylgja miklir verkir. Ef grunur leikur á blóðtappamyndun, skal leita strax á bráðamótttöku eða á heilsugæslustöð til greiningar.

Gangi þér vel,

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.