Hvernig lýsir oflæti og geðhvörf sér?

Sæl verið, ég hef verið að prófa að taka svona spurningarlista á netinu um hvort ég sé með oflæti eða geðhvörf og á öllum þessum listum kemur alltaf niðurstaðan já.
Ég veit að maður á kannski ekki alveg að treysta á þessi próf, en þó líður mér eins og ég gæti alveg verið í maníu núna undanfarið. Spurningin mín er því hvert gæti ég leitað með svona pælingar og hvað get ég gert.

Góðan daginn,

Takk fyrir fyrirspurnina.  Ég myndi ráðleggja þér að byrja á því að ræða málin við heimilislækninn þinn og hann myndi aðstoða þig við að koma málum í farveg.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur