Hvernig virka Seról og Zyprexa saman?

Spurning:

Til sérfræðings:

Getru þú sagt mér hvernig 10 Mg af Seról og 7.5 Mg af Zyprexa verkar saman. Um er að ræða 16 ára ungling sem er 1.80 m. á hæð og 75-80 kg.

Með kveðju.

Svar:

Sæl.

Seról er geðdeyfðarlyf en Zyprexa er ætlað til meðferðar við geðklofa. Þessi lyf passa ágætlega saman. En þau milliverka á þann hátt að aukin verkun getur komið fram vegna minna niðurbrots og þarf því að stilla skammta með tilliti til þess.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur