Hvers konar hreyfing er mest alhliða?

Spurning:
Ég er 21 árs, 172 á hæð og svona um 68 kíló eins og stendur. Siðastliðin ár hef ég verið nokkuð sátt við mig, en i sumar byrjaði ég á pillunni og ég er alls ekki sátt við það sem hefur gerst siðan þá. Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er ekkert endilega of þung. Mér finnst ég bara vera orðin bolluleg og ég er þannig vaxin að ég má ekki fara nema nokkrum kiloum fyrir ofan það sem ég er vanalega an þess að lita ut fyrir að hafa fitnað um mjog morg kilo.

Semsagt. Nokkrar góðar spurningar… 😉 Ég er hraust og nokkuð kröftug og verð því fljótt i góðu formi með mikilli þjálfun. Hinsvegar er ég með læri sem mér finnst vera óendanleg, og langar alltaf að "af-spika" þau, en minar tilraunir hafa hingað til verið árangurslausar. Aðallega er það sést á innanverð lærin á mér. Hvað get ég gert?

Ég er með arfgengt mjóbaksvandamál, sem ég get einungis haldið í skefjum með þvi að styrkja mig og halda mér við. Ég veit ég á að gera magaæfingar, en hvað meira get ég gert?

Í kjölfar þess að ég for að taka pillunna, stækkuðu brjóstin á mér líka, og ég er ekkert sérlega sátt við það. Er eitthvað sem ég get gert við þvi sérstaklega, eða kemur það bara með megrun? Að lokum kemur ein kjánaleg spurning, en samt svolitið sem ég hef alltaf velt fyrir mér. Hversu mikil almenn brennsla er i gangi við skokk?

Hvers konar hreyfing er mest alhliða?

Í fáum orðum : Hvað á ég að gera ?

Svar:
Það er þekkt aukaverkun af pillunni að konur bæta á sig þyngd og brjóstin stækka. Hefurðu íhugað að prófa aðra getnaðarvörn eða að prófa aðra pillu tegund? Svo er það regluleg fjölbreytt hreyfing 3-5x i viku og gæta hófs í neyslu. Borða fjölbreytt og hollt fæði og sneiða sem mest hjá sætindum og feitmeti. Best er að stunda fjölbreytta þjálfun, þ.e. ganga, skokka, hjóla, lyfta lóðum, fara í þolfimitíma o.s.frv. Með fjölbreyttri þjálfun er síður líklegt að líkaminn staðni, hann er sífellt að takast á við ólíkar æfingar. Þú eykur grunnbrennslu líkamans með því að styrkja reglulega (2-3x í viku) alla stærstu vöðvahópa líkamans. Þú brennir líka fullt af hitaeiningum á því að stunda hreyfingu og því meira sem þú reynir á þig, þvi meiri er brennslan. Gott er þó að hafa í huga að þegar þú ert að byrja er betra að fara ekki á fullt strax heldur að byrja hægar, svo þú gefist ekki upp eftir 5 mínútur, og auka svo smám saman álagið. Gott er að miða við að ganga/skokka/hjóla í 20-40 mín.

Gangi þér vel.

Bestu kveðjur,
Ágústa Johnson, framkvæmdastj. Hreyfing, heilsurækt
Faxafeni 14 108 Reykjavík
s. 568 9915

Hreyfing gerir lífið betra Kíktu á heimasíðu okkar www.hreyfing.is