Hversu fljótt virkar Rítalín?

Spurning:
Hversu fljótt eftir fyrstu inntöku getur ritalin farið að virka á fullorðinn einstakling – eftir hverju fer það?

Svar:
Metýlfenídat, sem er virka efnið í Ritalin, frásogast fljótt og vel. Neysla fæðu flýtir fyrir frásogi en hefur ekki áhrif á það magn sem frásogast. Hámarksþéttni í blóði næst um 1-2 klst. eftir gjöf. Verkunin næst því fljótt og nær hámarki 1-2 klst. eftir inntöku.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur