Hversu hættuleg er ofþjálfun?

Spurning:

Hversu hættuleg er ofþjálfun?

kveðja,

Svar:

Reglubundin þjálfun með skynsamlegri ákefð miðað við getu gefur mun meiri árangur þegar til lengri tíma er litið en þegar æft er af mjög mikilli ákefð á styttri tímabilum. Þegar æft er af meiri krafti en viðkomandi í raun hefur getu til aukast líkur á meiðslum og í sumum tilfellum getur slíkt leitt til alvarlegra veikinda.

Fólk sem ekki leyfir líkamanum að hvílast á milli æfinga getur fundið fyrir alvarlegum einkennum ofþjálfunar s.s. svima, ógleði, mjög hröðum hjartslætti, örþreytu og/eða óþægindum fyrir brjósti. Einnig geta einkenni s.s. erfiðleikar með svefn, sársauki í liðamótum, lystarleysi og/eða hækkaður hjartsláttur gert vart við sig eftir þjálfun ef líkaminn fær ekki næga hvíld.

Kveðja,
Ágústa Johnson