Hversu oft má stinga sömu nál í lyfjabrunn?

Hversu oft má stinga sömu nál í lyfjabrunn?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki æskilegt og á aldrei að gera í hefðbundnum stungum. Við stungu í lyfjabrunn er stungusvæði  og öll tæki dauðhreinsuð og starfsmaður á að nota sterila hanska og síðan viðhalda dauðhreinsuðum vinnubrögðum og áhöldum  við aðgerðina. Í þínu tilfelli getur verið að  starfsmaður hafi metið stöðuna þannig að forsvaranlegt hafi verið að stinga aftur þegar fyrri stunga tókst ekki enda hafi hann gætt  fyllstu sóttvarna og ekki mengað svæðið þó ekki sé mælt með því.

Ég hvet þig til að ræða næst við hjúkrunarfræðing þegar þú færð lyfjagjöf og spyrja nánar út í vinnubrögð.  Það er alltaf gott að vera gagnrýninn og fylgjast með þegar maður þiggur heilbrigðisþjónustu.

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir