Hvít skán á tungu?

Spurning:
Hæ, hæ.
Vona að þið getið hjálpað mér. Þannig er mál með vexti að ég er sífellt með svona hvíta skán á tungunni, er orðin svolítið leið á þessu því mér finnst ég auðvitað vera andfúl og verð auk þess að bursta á mér tunguna á hverjum degi, fyrir utan önnur óþægindi. Er þetta alveg eðlilegt? Á ég bara að bursta tunguna eins og ekkert sé á hverju kvöldi? Vona að þið eigið einhver svör handa mér.
Kveðja skánin

Svar:
Sæl Skán. Hófleg burstun tungu á hverju kvöldi gerir bæði henni og eigandanum gott eitt. En láttu tannlækni þinn líta á þetta og ráða þér heilt. Einnig yrði þér vel tekið á tannlæknadeild Háskóla Íslands – sími 525-4850. Kveðja, Ólafur Höskuldsson