Hvítar bólur á kynfærum


Ég fékk margar hvítar bólur á ytri bara ná mína. Í svefni sprengdi ég nánast allar og er núna með sár. Er þetta eitthvað sem mun lagast eða þarf ég að láta kíkja á þetta?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Núna veit ég ekki hvernig þetta lýtur út, en hljómar svolítið eins og inngróin hár eftir rakstur, gæti það passað?  Ef svo er þarf ekki að gera neitt í því, en láttu þær í friði og passaðu upp á hreinlæti. Þú ert líklega búin að „opna leiðina upp“ fyrir hárin.

Ef þetta lagast ekki eða er „vörtulegt“ í útliti mæli ég með að kíkja til læknis.

Gangi þér vel,

 

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur