Góðan dag, er með hvítar bólur á andliti sem ég get ekki kreist. Hvernig losna ég við þær, er búinn að vera með þær í nokkra mánuði á andlitinu
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.
Þetta hljómar eins og þú gætir verið með milia korn í andlitinu. Þau eru í raun dauðar húðfrumur sem safnast saman undir ysta húðlaginu og innihalda keratín. Ekki á að kreista þau eins og venjulegar bólur þar sem sár getur myndast og valdið sýkingu. Hægt er að fara til læknis og láta stinga á þau með grófri nál. Einnig er góð og rétt húðumhirða áhrifarík til að fyrirbyggja að milia korn myndist. Gott er að nota húðvörur sem örva frumuskiptingu húðarinnar eins og retínóíða og ávaxtasýrur hafa einnig reynst vel.
Einnig er hægt að panta tíma hjá húðlækni til þess að fá frekari leiðbeiningar og/eða meðferð.
Gangi þér vel,
Auður Hávarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.