Hvítari augnhvíta

Hvernig getur maður fengið hvítari augnhvítu án þess að nota lyf?
Og ef það virkar ekki hvaða lyf er best að nota ef augun eru gulleit(og pínu rauð)?
Er 21 árs gömul.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru engar töfralausnir til að fá hvítari augnhvítu án augndropa. Það er hægt að nota heita- og kalda bakstra, svo er líka bara gervitár. Notkun á hvíttunardropum í augun er ekki góð til langtíma og hefur sýnt að það skemmir augun frekar en hitt. Læt fylgja með áhugaverðar greinar um augnhvíttun og vona að þetta hjálpi þér eitthvað.

https://doktor.is/fyrirspurn/dropar-til-ao-gera-hvituna-hvitari

https://www.bustle.com/articles/81174-7-natural-ways-to-reduce-the-appearance-of-bloodshot-eyes-because-seeing-red-is-tough

Gangi þér vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur