Hvítari tennur

Fyrirspurn:

Hvítari tennur með laser.

Góðan dag. Miðað við upplýsingar á doktor.is um tannhvítun virðast efni út úr búð vera misjafnlega gagnleg, stundum gagnslaus í einhverjum tilfellum. Ég er því að spá í að tala við tannlækninn minn um málið sem myndi þá búa til spes góma fyrir mig og láta mig fá viðeigandi efni. Mín fyrirspurn er hinsvegar hvort til sé auðveldari, og jafnframt fljótari leið. Einhversstaðar las ég um tannhvítun með laser, eða einhverju svipuðu og laser, sem tekur þá enga stund. Er þetta sniðug leið? Og hvaða tannlæknar bjóða uppá þetta? Geturðu upplýst mig um þetta?

Aldur:

31

Kyn:

Karlmaður

Svar:

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Án efa eru þau efni sem eru á markaðnum misgóð og gefa þ.a.l. misgóðan árangur. Ég tel það mjög skynsamlegt og hvet þig til þess að ráðfæra þig persónulega við tannlækni, þinn tannlækni. Stundum er ekki hægt eða erfiðara að lýsa tennur t.d. ef tennur eru mikið viðgerðar og /eða plastefni eru til staðar. Einnig ef tannholt er viðkvæmt eða aumt, þá skal hafa varann á.

Það sem þú átt við þegar þú talar um “laser” þá held ég að þú eigir við ákveðið ljós sem allmargir tannlæknar nota í þeim tilgangi að flýta fyrir meðferð og þá líka með þeim skinnum/gómi sem er útbúinn fyrir hvern og einn einstakling (gómur sem passar nákvæmlega fyrir þínar tennur) og hvítunarefni. 

Því miður get ég ekki bent á neinn ákveðinn tannlækni en þeir eru örugglega allmargir sem bjóð uppá slíkt.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,hjúkrunarfræðingur