Hvítari tennur, hvað efni eru til á markaðinum?

Spurning:

Sæll.

Hvaða efni eru til á markaðinum sem gera tennur hvítari?

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæl.

Efni sem gera tennur hvítari eru fleiri en eitt og fleiri en tvö. Þau fást í lyfjabúðum.
Þar eð ekki er óeðlilegt að ætla að þú viljir gera þínar eigin tennur hvítari er rétt að taka fram að án samráðs við tannlækni kann notkun slíkra efna að verða þér gagnslítil og nokkuð dýr. Talaðu við tannlækninn þinn.

Kveðja,
Ólafur Höskuldsson, tannlæknir