Eru til nýlegar upplýsingar eða rannsóknir um Spennuvisnun?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurninar
Nýlegasta íslenska rannsóknin á Spennuvisnun eða DM sem hann gengur stundum líka undir, sem ég finn, er rannsókn sem gerð var árið 2005. Hún leiddi í ljós að sjúkdómurinn virðist vera heldur algengari hér á landi en annarsstaðar og þar sem um arfgengan sjúkdóm er að ræða er talið hugsanlegt að rekja hann til sameiginlegs forföður aftur í aldir. Grein um rannsóknina sem birtist í Læknablaðinu árið 2005 getur þú nálgast HÉR
Þó svo sjúkdómurinn sé algengari hér á landi er ekki hægt að segja að hann sé algengur, í rannsókninni fundust 130 einstaklingar sem greindir höfðu verið , þar af 87 einstaklingar á lífi. Þú getur lesið þér betur til um sjúkdóminn á ensku HÉR og HÉR er svo slóð á alþjóðlega síðu sjúkdómsins
DM félag Íslands er hagsmunafélag sjúklinga með DM sjúkdóminn (Myotonic dystrophy) og aðstandenda þeirra á Íslandi og hvet ég þig til að setja þig í samband við það til þess að fá frekari upplýsingar, netslóðin þeirra er https://www.myotoniciceland.is/
Með kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur