Langar að forvitnast um þessa sjúkdómsgreiningu sem vinur minn hér úti á Spáni fékk hjá lækni eftir að sýni úr húð var sett í ræktun.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Lichen planus er kallað á íslensku flatskæningur og þú getur lesið þér að einhverju leyti til um það HÉR
Um er að ræða langvinna bólgur sem birtast í húð og slímhúð. Líklega er þetta einhversskonar sjálfsofnæmi og til eru nokkrar tegundir. Ef þú getur lesið þér til á ensku er góð grein á húðsjúkdómasíðu HÉR
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur