Illt í hõfði

Ég er 70•ára kona allt í einu for að vaxa kúla á enni og stõðugir verkir hõrð eins og bein á ég að vera hrædd hvað getur þetta verið. Takk vona eftir svari

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt vera óhrædd en fara til læknis þar sem þetta er að valda þér óþægindum. Mögulegt  er að um sé að ræða stílaðann fitukirtill eða önnur uppsöfnun sem kalkar og er þá tiltölulega einfalt að fjarlægja í flestum tilfellum. Þetta getur líka verið eitthvað allt annað og þess vegna verður að skoða þetta.  Ég endurtek því að þar sem þetta veldur þér óþægindum hvet ég þig eindregið til læknis.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur