Ágæti viðtakandi.
Ég spyr vegna svínaflensu um varnir gegn inflúensunni.
Er nægilegt að bera handspritt sem læknar nota á hendur eftir að hafa farið á fjölmenna staði t. d, búðir, apótek o.s.frv.? Er þörf að hafa andlitsgrímur sem læknar nota og þá hvar og hvaða gagn gera þær gegn sýkingu?Er sótthreinsunarspritt besta vörnin til að bera á hendur?
Bestu kveðjur.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
1.Handþvottur er almennt talin besta vörn gegn sýkingum að svínaflensu meðtalinni og set ég með tengil á lesefni um handþvott og gildi hans. Handþvottur
2. Andlitsgrímur eru notaðar sem vörn gegn úðasmiti ( hósti, hnerr og slíkt) og virkar bæði sem vörn fyrir þann sem gengur með grímuna og eins ef viðkomandi er sýktur þá dreifast sýklarnir síður frá honum. Mikilvægt er að nota þessar grímur rétt til að þær gagnist og á vef landlæknis eru leiðbeiningar þar um og þar er líka ýmislegt undir flipanum influensa. Hér á Íslandi hefur flensan ekki greinst enn sem komið er og eins eru merki um að hún sé almennt í rénun í heiminum og ekki eins skæð og menn héldu. Því engin ástæða til að bera slíkar grímur að svo stöddu á Íslandi. Ef um verulegan faraldur væri að ræða og fólki ráðlagt að vera almennt heima þá væri hugsanlega grundvöllur fyrir notkun slíkra varna.
3. Sjá umfjöllun um handþvott
Vonandi svarar þetta spurningum þínum
Bestu kveðjur
Guðrún Gyða Hauksdóttir, Hjúkrunarfræðingur