Innhverfa/einhverfa

Hvernig lýsir innhverfa eða einhvefa sér í fari fólks?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Einhverfa (e.autism) getur birtst mismunandi milli einstaklinga og hefur áhrif á þroska, samskipti fólks og hegðun. Einkennin geta verið allt frá mild til alvarleg. Börn greinast yfirleitt nokkurra mánaða gömul en stundum ekki fyrr en þau eru nokkurra ára. Algeng einkenni fullorðinna geta verið: að eiga erfitt/erfiðara með að skilja aðra, kvíði innan um annað fólk, eiga erfitt með að eignast vini eða vilja bara vera einn, virðast áhugalaus eða dónaleg án þess að meina það, eiga erfitt með að tjá eigin tilfinningar, geta tekið hlutum bókstaflega t.d skilja ekki kaldhæðni og vilja halda sömu rútínu daglega, annars skapast togstreita og kvíði. Þetta eru nokkur algeng einkenni meðal fullorðinna.

Innhverfa (e.introvert) tengist í raun ekkert einhverfu heldur er talað um að fólk hafi innhverfan persóuleika. Einstaklingar með innhverfan persónuleika hafa meiri tilhneigingu til einveru og eru áhugamál þeirra oftast þess eðlis að þeir njóti þeirra einir, t.d lestur, listir, útivera, o.fl. Einhverfir njóta sín ekki eins mikið og aðrir innan um margmenni og eiga auðveldara með persónulegar og djúpar samræður í stað yfirborðslegra samræðna meðal margra. Andstæða innhverfs persónuleika er úthverfur persónuleiki og má segja að hann sé þvert öfugur. Hægt er að skoða þessa tvo persónuleika sem einskonar róf, enginn er fastur öðru hvoru megin en hægt er að finna sig meira einu megin og sömuleikis flöktað á milli eftir tíma og aðstæðum.

Kveðja

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur