Iskias?

Sigrún Inga

 

Godan dag
Hef hræðilega verki fra rassi niður læri og vöðvana undir hné Buið að standa yfir i 3 ar og verður verra og verra.Eg er hölt og þarf stuðning ef eg fer ut. Læknar segja að verkirnir komi fra bakinu en það er illa farið og ekkert hægt að gera þar. Mig undrar að eg hef ekki verið send til taugalæknis,þar sem mer . skýlst að verkirnir séu útlægir taugaverkir, kanskibIskias taugin.?. Tek flogaveikilyf Gabapentin 9 töflur a dag.i 2 ar. Er ekki viss um að það gagni mer lengur..Panodyl ig Imovane fyrir svefn sem dugar nokkuð vel. Ekki gagna Panodyl,parkodyn Forte a daginn. Getið þið hjálpað mer með tillögu.. Er orðin hrædd um að enda i hjólastól. Hef fengið sprautur hja Bjarna Valtyssyni sem hafa hjálpað sma einkum a hrygginn. Með kveðju

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

 

Týpískir verkir frá Iskias tauginni eru verkir í bakinu sem leiða út fótinn. Það er sárt að hreyfa sig og setjast niður. Sársaukinn kemur vegna þrýstings á taugina einhverstaðar á leiðinni frá lendarhryggnum niður fótinn. Þrýstingurinn getur verið útaf þéttum vöðvum í rassinum, brjósklosi, bólguástandi eða vegna æxlis, en það síðastnefnda er mjög sjaldgæft.

Ég ráðlegg þér að tala við þinn heimilislækni, sem kæmi málinu í réttan farveg, eða panta tíma hjá taugalækni. Ef það hefur hjálpað þér að hitta Bjarna Valtýsson hugsa ég að það sé einnig skynsamlegt að halda því áfram.

 

Gangi þér vel

 

með kveðju,

Sigrún Inga Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur