Jafnvægisleysi, doði neðan ökkla

Er 78 ára karlmaður, hef orðið að hverfa frá öllu sporti síðustu 15 ár, er með þrengingu í mænugöngum. En mest pirra fæturnir, sem virðast ekki ná nægu jafnvægi, en sveiflast milli daga, jafnvel innan daga. Er þetta eða eitthvað álíka þekkt vandamál? Og er þá eitthvað til ráða?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Ef þú ert með þrengingu í mænugöngum er eðlilegt að þar hugsanlega klemmist taug sem að leiðir niður í fætur og veldur þá doða í fætinum, sem að mögulega getur þá valdið jafnvægisleysi líka.

Ef þú ert ekki að hitta taugalækni hvet ég til þess að ráðfæra þig við svoleiðis lækni.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.