Járn bragð i munn

Ég fæ stundum sterkt járn bragð í varir og munn, sem er i nokkurn tíma.
Er einhvað ákveðið sem getur orsakað það.
Takk fyrir.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því m.a. aukaverkun lyfja, þungun, járnskortur og margt fleira. Ef þetta heldur áfram að trufla þig þá hvet ég þig til þess að ræða um þetta við heimilislækninn þinn.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur